spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEysteinn yfirgefur Stjörnuna

Eysteinn yfirgefur Stjörnuna

Stjarnan hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur yfirgefið liðið og flytur á ný til Egilsstaða. Þetta tilkynnti félagið í gær.

Eysteinn var með 1 stig og 1 frákast að meðaltali í leik en hann lék nærri 5 mínútur í leik og hafði hlutverk hans minnkað frá síðustu tímabilum. Samkvæmt tilkynningu Stjörnunnar mun Eysteinn hafa ákveðið að flytjast til Egilsstaða á ný af persónulegum ástæðum.

Í tilkynningu Stjörnunnar segir: „Eysteinn var að spila sitt 3ja tímabil með Stjörnunni, kom tiil félagsins fyrir timabilið 2016-2017 og leikið 67 leiki fyrir félagið. Hans eftirminnilegasti leikur er eflaust bikarleikur gegn Haukum þar sem hann sallaði 29 stigum á þá. Það er mikil eftirsjá af Eysteini út hópnum enda frábær liðsfélagi og vonandi eigum við eftir að sjá hann aftur í Stjörnubúningnum.“ 

Spurning er hvort við sjáum Eystein á ný í búningi Hattar en liðið er í öðru sæti 1. deildar karla, sex stigum á eftir Þór Ak sem er í efsta sæti.

 

Fréttir
- Auglýsing -