Hreyfingar leikmanna milli liða er nú í hámarki og í gær undirrituðu Eysteinn Bjarni Ævarsson og Stjarnan undir samning þess efnis að leikmaðurinn léki með Garbæingum á komandi tímabili í Dominosdeildinni.
Eysteinn átti gott tímabil síðasta vetur og var leikur hans vaxandi gegnum allan veturinn. Meðal annars landaði hann þrefaldri tvennu með 29 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum í síðasta heimaleik tímabilsins gegn Þór Þorlákshöfn. Hann endaði leik með 10 stig, 5,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Eysteinn hyggur á nám í höfuðborginni næsta vetur og samkvæmt Garðbæingum er undirskrift hans mikið gleðiefni fyrir baráttuna næsta vetur.