Körfuknattleiksþing KKÍ fer fram í Laugardalnum þessa stundina þar sem helstu ákvarðanir um framtíð körfunnar verða teknar.
Þingið hófst í morgun með setningarræðu formanns. Í framhaldi af því voru veittar viðurkeningar þeim einstaklingum sem hafa starfað fyrir félagið í gegnum tíðina.
Tveir einstaklingar hlutu gullmerki KKÍ. Það voru þeir Eyjólfur Þór Guðlaugsson og Páll Kolbeinsson. Báðir hætta trúnaðarstörfum sínum fyrir KKÍ á þinginu í dag en hafa starfað í fjölmörg ár fyrir sambandið.
Eyjólfur hefur starfað sem gjaldkeri KKÍ síðasta kjörtímabilið en Páll Kolbeinsson hefur verið yfir afreksnefnd síðustu misseri en báðir aðilar hafa starfað í kringum landsliðin í kringum verkefni síðustu ára.
Mynd: Jónas H. Ottósson