Þekkingar- og þjónustufyrirtækið Exton hefur nú hoppað um borð í góðgerðarbátinn og mun fyrirtækið sjá um ljósasýninguna og fleira annað kvöld þegar góðgerðarleikur Njarðvíkinga fer fram í Ljónagryfjunni.
Exton er enn einn aðilinn sem sýnir málefninu áhuga en góðgerðarleikur þeirra Njarðvíkinga hefur vakið töluverða athygli þar sem ágóðinn mun óskiptur renna til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna. Kappar á borð við atvinnumennina Jeb Ivey og Loga Gunnarsson hafa boðað komu sína í leikinn og því ætti að vera mikið um dýrðir í Reykjanesbæ annað kvöld.
Tengt efni