Óhætt er að segja að helgin í Evrópu var prýðileg hjá “Strákunum okkar”, eða þeim sem sjá um að halda uppi heiðri íslensk körfuknattleiks. Af þeim 7 leikmönnum sem leika þar voru sex þeirra sem hrósuðu sigri þessa helgina. Hæst bar þar að Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa náðu að landa sínum fyrsta sigri þegar þeir tóku ESTUDIANTES 98:89 Því miður náði okkar maður ekki að setja mark sitt á leikinn en það getur verið nokkuð erfitt á aðeins 42 sekúndum.
Jón Arnór Stefánsson og félagara í Zaragoza halda áfram á sigurbraut og nú var það stórsigur á Fiat Joventut 77:57 Jón setti niður 8 stig á þeim rúmum 20 mínútum sem honum voru úthlutað og lið Zaragoza í 5-6 sæti með 6 sigra eftir 9 leiki. Þess má geta að stórlið Barcelona er í sæti fyrir neðan einum sigri frá.
Hlynur og Jakob halda uppteknum hætti með Sundsvall og eru á toppnum þar eftir 108:82 stórsigur á Örebro. Okkar menn báðir með frábæra frammistöðu, Jakob með 26 stig og Hlynur bætti við 18 stigum.
Pavel Ermoljinski og hans félagar í Norrköping tóku svo White Eagles í Stokkhólmi 50:61 þar sem að okkar setti niður 12 stig og reif 9 fráköst. Norrköping eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Hörður Axel Vilhjálmsson hjá MBC í þýsku Búndeslígunni tóku svo loks sinn þriðja sigur í deildinni þegar þeir sigruðu Neckar L´Burg 96:76 Hörður í byrjunarliðinu spilaði rúmar 20 mínútur og setti niður 8 stig og gaf 3 stoðsendingar. MBC hinsvegar næst neðstir eftir 11 leiki.
Sá eini sem komst ekki frá helginni með sigur var Logi Gunnarsson hjá Angers í Frakklandi. Angers virtust vera á leið að sigra leikinn nokkuð auðveldlega þegar þeir leiddu með 16 stigum í þriðja leikhluta en þá kom 24-6 kafli frá gestunum í La Rochelle sem að lokum nokkuð óvænt 73:75. Logi hefur átt betri leiki, setti 11 stig og var ekki með góða skotnýtingu. Þess má geta að Jarryd Cole sem lék með Keflvíkingum á síðasta tímabili leikur með La Rochelle og setti kappinn sitt mark á leikinn með 13 stigum.