spot_img
HomeFréttirEvrópukeppnin 2013: Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Evrópukeppnin 2013: Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Búið er að skipta liðunum 31 sem taka þátt í Evrópukeppninni fyrir EM 2013 í Slóveníu í styrkleikaflokka. Ísland er í sjötta og neðsta styrkleikaflokki og er eina liðið í neðsta flokki.
 
Átta lið eru örugg með sæti á næsta móti eftir síðasta EM í Litháen. Það eru Spánn, Frakkland, Rússland, Makedónía, Litháen, Grikkland, gestgjafar Slóveníu og Bretar.
 
Eftir sitja 16 sæti sem leikið verður um. Leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst -11. september næsta haust.
 
Eitt lið fer úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil og þar sem við erum oddaþjóð og eina þjóðin í styrkleikaflokki 6 verður líklegast dregið síðast í hvaða riðil við lendum, en það kemur í ljós á næstunni. Ísland er eina þjóðin sem tekur þátt núna sem ekki var með í síðastu keppni. Dæmi um lönd sem ekki taka þátt núna eru Noregur, Danmörk og Írland, en þau voru heldur ekki með í síðustu keppni.
 
Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:
 
Stykleikaflokkur I: Serbía, Tyrkland, Þýskaland, Finnland, Georgía, Króatía.
Stykleikaflokkur II: Úkraína, Búlgaría, Pólland, Bosnía, Ísrael, Ítalía.
Stykleikaflokkur III: Svartfjallaland, Lettland, Belgía, Portúgal, Holland, Svíþjóð.
Stykleikaflokkur IV: Tékkland, Eistland, Holland, Sviss, Austurríki, Aserbaídsjan.
Stykleikaflokkur V: Hvíta Rússland, Slóvakía, Rúmenía, Albanía, Lúxemborg, Kýpur.
Stykleikaflokkur VI: Ísland
 
Eins og áður segir verður dregið í Munchen þann 4. desember og verður drátturinn væntanlega í beinni útsendingu.
 
www.kki.is 
Fréttir
- Auglýsing -