6:40
{mosimage}
Tékkar urðu Evrópumeistarar 2005
Evrópukeppni kvennalandsliða hefst á morgun á Ítalíu og er fyrirkomulag keppninnar það sama og í Evrópukeppni karla. Sextán hlið hefja keppni í fjórum riðlum og að þeim loknum fara þrjú í hverjum riðli í tvo milliriðla. Fjögur efstu úr hvorum milliriðli komast svo í áttaliða úrslit þar sem er leikið eftir útsláttarfyrirkomulagi en þó er leikið um 5.-8. sætið.
Líkt og í karlakeppninni var eitt laust sæti fyrir þau lið sem höfðu ekki tryggt sig úr forkeppninni í fyrrahaust og líkt og í karlakeppninni var það Ísrael sem tryggði sér sætið núna fyrir helgina.Ísrael tekur því sæti í A riðli en þar leika einnig Tyrkland, Lettland og núverandi meistarar Tékka. Í B riðli eru Rúmenía, Þýskaland, Belgía og Litháen. Í C riðli eru Ítalía, silfurhafar síðasta móts Rússland, Frakkland og Grikkland og í D riðli eru Hvíta Rússland, Spánn, Serbía og Króatía.
Þetta er 31. Evrópumótið og hafa Sovétmenn unnið oftast, 21 sinni unnu þær í 22 keppnum, það var aðeins 1958 sem þær töpuðu fyrir Búlgörum í úrslitaleik. Eftir fall Sovétríkjanna hefur engin þjóð unnið keppnina tvisvar en þær sem hafa unnið eru Spánn, Úkraína, Litháen, Pólland, Frakkland, Rússland og Tékkland.
Mynd: www.fibaeurope.com