Haukar og Breiðablik hafa náð samkomulagi þess efnis að Everage gangi til liðs við Hauka. Staðfesta Haukar þetta á samfélagsmiðlunum fyrr í dag.
Everage hefur búið hér á Íslandi til fjölda ára og er vel þekkt stærð í deildinni. Ásamt því að koma og spila mun hann þjálfa í yngri flokkunum.
Hjá Haukum hittir Everage þjálfarann Máté Dalmay á nýjan leik, en hjá honum lék hann fyrst á Íslandi með Gnúpverjum í fyrstu deildinni tímabilið 2017-18.