spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEverage daðraði við þrennuna er Hamar kjöldróg Skallagrím

Everage daðraði við þrennuna er Hamar kjöldróg Skallagrím

Í gær var það lið Skallagríms sem kom í Hveragerði og spilaði gegn heimamönnum í Hamri. Borgnesingar mættu heldur ryðgaðir til leiks, en þetta var fyrsti leikur þeirra á nýju ári og meira að segja síðan 12.desember, og því rúmur máuður liðin frá síðasta leik þeirra.


Hamarsmenn höfðu þó fengið að leika einn leik það sem af var ári og mátti sjá á byrjuninni að Hamar mætti tilbúið til leiks og komumst þeir í 15-0 áður en gestirnir komust á blað. Það liðu svo heilar 6 mínútur áður en Kristófer skoraði fyrstu stig gestanna. 15-2. Gestirnir náðu svo að skora 10 stig gegn 7 stigum heimamannna og því staðan 22-12 eftir fyrsta fjórðung.

Í öðrum leikhluta byrjuðu Borgnesingar leikinn vel og náðu enn frekar að saxa á forskot heimamanna. Minsnt fór munurinnn niður í 5 stig 30-25, en síðustu 13 stig leikhlutans komu frá heimamönnum í Hamri og því 18 stiga forskot í hálfleik 43-25.


Í síðari hálfleik léku heimamennn svo áfram glimrandi fínan sóknarleik og náðu þeir mest 33 stiga forskoti en leikar enduðu með 32 stiga mun 110-78.

Hjá Hamarsmönnum var Ragnar Jósef stigahæðstur ásamt Everage en báðir skiluðu þeir 22 stigum á töfluna, Ragnar þó á ögn færri mínútum. Aftur á móti var Everage allt í öllu og daðraði lengi vel við þrennuna en þurfti að lokum að sætta sig við 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá gestunnum var Kristófer með 18 stig og Kenneth og Isaiah með 14 hvor.

Skallagrímsmenn þurfa því að bíða eitthvað lengur eftir sigri en liðið situr í næst neðsta sætinu með 4 stig. Aftur á móti er Hamar á hinum enda töflunnar með 24 stig í öðru sæti, sigri á eftir Hattarmönnum.

Næsti leikur Hamars er gegn Hetti á Egilsstöðum þann 30.Janúar, en Skallagrímur á líka einnmitt Hött í næsta leik viku fyrr 23.Janúar í Borgarnesi.

Það verður þó að setja spurningar merki við það að lið skuli ekki fá mótsleik í rúman mánuð þrátt fyrir óveður og Jólahald líkt og Skallagrímsmenn þurftu að upplifa. Það verður að óska eftir standard frá mótanefnd KKÍ, en í deildinni eru ennþá 5 heimilslausir leikir vegna frestanna og því gætu bæði lið allt eins átt eftir að spila fyrir Hattarleikina sína.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Ívar Örn Guðjónsson

Fréttir
- Auglýsing -