spot_img
HomeFréttirEva Margrét söðlar um og skiptir í Snæfell

Eva Margrét söðlar um og skiptir í Snæfell

Unglingalandsliðskonan Eva Margrét Kristjánsdóttir sem fór fyrir 16 ára landsliðinu á NM í vor hefur ákveðið að flytja í Stykkishólm og stunda nám við FSn og leika með Snæfell næsta vetur.
 
Eva Margrét lék með KFÍ síðasta vetur í 1. deildinni þar sem hún skoraði 18.7 stig að meðaltali í leik, tók 8.4 fráköst og gaf 3.1 stoðsendingu.  Eva Margrét mun leika með stúlkna og unglingaflokki Snæfells sem og meistaraflokki félagsins. Eva er af mörgum talin einn efnilegasti kvennaleikmaður landsins um þessar mundir.
 
Hólmarar hafa því fengið tvær nýjar dömur fyrir næstu leiktíð en áður hafði Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir gengið til liðs við Snæfell frá KR.  Liðið var nálægt því að komast í úrslit í fyrra, en lykilleikmenn eru að jafna sig eftir stórar aðgerðir og því mun liðið koma töluvert breytt til leiks í haust.
 
MYND: Gunnar Svanlaugsson biður Evu Margréti velkomna til liðs við Snæfell
  
Fréttir
- Auglýsing -