spot_img
HomeFréttirEva Margrét öflug gegn Kilsyth Cobras

Eva Margrét öflug gegn Kilsyth Cobras

Eva Margrét Kristjánsdóttir og Keilor Thunder lögðu Kilsyth Cobras í NBL1 deildinni í Ástralíu í dag, 74-60.

Keilor eru eftir leikinn í 16. sæti suðurhluta NBL1 deildarinnar með tvo sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á rúmri 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Eva Margrét 9 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -