spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueEuroleague rúllar af stað: Stórleikur í Moskvu á fyrsta degi

Euroleague rúllar af stað: Stórleikur í Moskvu á fyrsta degi

Sterkasta deild Evrópu fer af stað í kvöld þegar fyrstu leikirnir í Euroleague hefjast. Mikil spenna er fyrir komandi tímabili enda mörg lið sem gera tilkall til þess stóra.

Það er risaslagur strax á fyrsta degi þegar CSKA Moskva sem hefur þegar sýnt að liðið er það alsterkasta í Evrópu fær Barcelona í heimsókn. Katalóníubúarnir eru með mjög breytt lið enn eitt árið í röð en væntingarnar eru miklar.

Liðin leika tvær umferðir í vetur og því þrjátíu umferðir. Mikið um stórleiki og almennti fjör. Nokkur stór félagaskipti hafa átt sér stað í sumar og má finna þau helstu hér.

Vert er að benda á að hægt er að horfa á alla leiki vetrarins í áskrift hjá Euroleague hér. Þar er hægt að kaupa aðgang að öllum leikjum í Euroleague og EuroCup fyrir rúmar 13 þúsund krónur allt tímabilið. Martin Hermannsson leikur með Alba Berlín í EuroCup og því hægt að sjá alla leiki hans þar með þessari áskrift.

Euroleague sparaði engu til við gerð á glæsilegri auglýsingu í tilefni þess að tímabilið er að hefjast. Auglýsing sem engin ætti að láta framhjá sér fara.

Fyrsta umferð Euroleague 2018-2019:

Miðvikudagurinn 11. október:

CSKA Moskva-Barcelona

Panathinikos-Maccabi Tel Aviv

Bayern Munich – Andalou Efes

Real Madrid – Darussafaka Istanbul

Fimmtudagurinn 12. október:

Buducnost Podgrorica – Olimpia Milan

Khimki Moskva – Olympiacos

Zalgiris Kaunas – Baskonia

Fenerbache – Gran Canaria

Fréttir
- Auglýsing -