13:55
{mosimage}
(Teemu Rannikko í leik gegn Ísland í laugardalshöll í september)
Teemu Rannikko, leikmaður Union Olimpija í Slóveníu, er besti leikmaður 5. umferðar í Euroleague. Hann fór á kostum gegn Partizan frá Serbíu en það dugði ekki til þar sem Serbarnir skoruðu sigurkörfu leiksins í blálokin. Tap, 70-71 staðreynd. Hann skoraði 26 stig, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Sem gaf honum 36 í einkunn.
Teemu Rannikko er finnskur landsliðsmaður og lék hann gegn Íslandi í undakeppni EM nú í haust.
Besti leikmaðurinn er fundin út með framlagsformúlu eins og er gert á KKÍ.is.
Annar var Dimitris Diamantidis(Panthinaikos) með 30 í einkunn og þriðji var Drew Nicholas(Efes Pilsen) með 29 í einkunn.
mynd: [email protected]