Fjórir leikir fóru fram í kvöld í undanriðlum Euroleague (meistaradeild Evrópu). Þrír heimasigrar komu í hús en Panathinaikos unnu stórsigur á útivelli. Mike Batiste fór mikinn í liði Grikkjanna með 26 stig í öruggum 59-80 sigri gegn Lietvous Rytas. Hjá heimamönnum var Milko Bjelica með 15 stig og 8 fráköst.
Önnur úrslit kvöldsins:
Efes Pilsen 60-58 Montepaschi
Real Madrid 78-58 Partizan
Valencia 73-59 Zalgiris
Niko Zisis átti möguleika á því að tryggja Montepaschi sigurinn gegn Efes Pilsen en þriggja stiga skot hans í blálok leiksins geigaði. Fjörið heldur svo áfram á morgun með öðrum fjórum leikjum og þeirra stærstur verður vafalítið viðureign Evrópumeistara Barcelona og Maccabi Electra sem hafa leikið gríðarlega vel í Meistaradeildinni til þessa.
Mynd/ Mike Batiste gerði 26 stig fyrir Panathinaikos í kvöld.