spot_img
HomeFréttirEuroleague: Barcelona tapaði fyrsta leiknum

Euroleague: Barcelona tapaði fyrsta leiknum

11:08

{mosimage}
(David Emil Andersen var stigahæstur hjá CSKA í gær)

Barcelona tapaði fyrir CSKA Moskva í gærkvöldi, 76-57, og tapaði þar með fyrsta leiknum sínum í vetur í Euroleague. Með sigrinum komst CSKA á toppinn í C-riðli ásamt Barcelona með 5 sigra í 6 leikjum en Evrópumeistararnir eru ofar á innbyrðisviðureignum. Stigahæstur hjá CSKA var David Emil Andersen með 21 stig og hjá Barcelona var Gianluca Basile með 14 stig.

Þar með er Panathinaikos eina liðið sem er taplaust en þeir tróna á toppi B-riðils. Þeir lögðu Partizan að velli 65-73 í gærkvöldi. Stigahæstur hjá Grikkjunum var Michael Batiste með 15 stig og hjá Serbunum skoraði Predrag Drobnjak 17.

Önnur úrslit:
Efes Pilsen – Climamio Bologna 72-74
Andrew Nicholas 23 – David Bluthental 18

Lottomatica Roma – Unicaja Malaga 65-71
Loukas Mavrokefalides 19 – Bernardo Rodriguez 20

mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -