Evrópumótið í körfubolta hófst í dag þegar sex leikir fór fram í riðlakeppninni. Óhætt er að segja að margir skemmtilegir leikir hafi farið fram þó flest úrslit hafi verið nokkuð eftir bókinni.
Ótrúleg frammistaða Aleksandar Vesenkov fyrir Búlgaríu dugði skammt þegar liðið mætti Spánverjum. Vezenkov var með 26 stig og 11 fráköst í 114-87 sigri Spánverja þar sem Hernangomez bræður fóru mikinn.
Bosnía vann þokkalega öruggan sigur á Ungverjalandi 95-85 þar sem Dzanan Musa var öflugur fyrir Bosníu með 19 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. Tyrkir unnu Svartfellinga 72-68 þar sem Cedi Osman fór fyrir sínum mönnum.
Luka Doncic gaf lítið eftir þegar Slóvenía vann körfuboltaþjóðina Litháen 92-85. Luka var með 14 stig, 6 fráköst og 10 stoðsendingar en Mike Tobey var með 24 stig. Belgar unnu svo nokkuð óvæntan sigur á Georgíu 79-76.
Stórleikur dagsins var svo þegar Frakkar mættu heimamönnum í Þýskalandi í Köln. Frökkum er spáð góðu gengi á mótinu og má því segja að nokkuð óvænt úrslit sé um að ræða. Sérstaklega litið til þess að Franska liðið eingöngu með 63 stig. Rudy Gobert var gríðarlega öflugur hjá Frökkum með 11 stig og 12 fráköst. Hjá Þjóðverjum var Maodo Lo manna bestur með 13 stig og 6 stoðsendingar.