Ísland mun leika í Finnlandi á EuroBasket 2017 eins og tilkynnt var formlega í gær. Miðasalan hefst á www.tix.is á þriðjudagsmorguninn kemur kl. 10:00. Takmarkað miðamagn er í boði í forsölu. Fyrir EuroBasket 2015 í Berlín seldust 1.000 miðapakkar upp samdægurs og hvetur KKÍ því áhugasama um að kaupa sína miða tímanlega.
Afhverju að kaupa miða strax?
Kostir þess að kaupa miða hjá strax í forsölunni:
– Bestu sætin á leikina, svæði 1 (átta leikir) og svæði 2, 3 og 4 á leik FIN-ISL, alls níu (9) leikir.
– Allir Íslendingar sitja saman, frábær stemning og gleði.
– Besta miðaverðið í forsölu og allir öruggir með miða á leikina.
– KKÍ fær hluta af miðasölu seldra miða í gegnum tix.is í þessari forsölu.
Miðar:
Íslenskir körfuboltaaðdáendur geta keypt miðapakka sem hafa verið sérstaklega samsettir fyrir Ísland.
Miðapakkarnir þrír sem eru til sölu eru á ALLA leiki ÍSLANDS sem og fjóra aðra leiki eða samtals níu leiki í riðlinum
Þessir auka fjórir leikir eru ekki á Finnlandsleiki né aðra leiki þann dag sem FIN-ISL fer fram.
Miðapakkarnir sem eru í forsölu er búið að taka svæði frá fyrir íslenska áhorfendur sem sitja allir saman og mynda frábæra stemmingu.
Miðaverðið:
Boðið eru upp á þrjár tegundir af miðapökkum.
(CAT = Category eða svæði miða)
Pakki 1: 48.500 kr.
(CAT 1 á 8 leiki og CAT 2 á ÍSLAND-Finnland)
Blátt svæði 102,103,104 og 105 á ÍSLAND-Finnland + fjólublátt svæði 106-111 á öllum öðrum leikjum ÍSLANDS sem og fjórum öðrum leikjum eða samtals 8 leikjum.
Pakki 2: 46.000 kr.
(CAT 1 á 8 leiki og CAT 3 á ÍSLAND-Finnland)
Appelsínugult svæði 302, 317 og 318 á ÍSLAND-Finnland + fjólublátt svæði 106-111 á öllum öðrum leikjum ÍSLANDS sem og fjórum öðrum eða samtals 8 leikjum.
Pakki 3: 43.500 kr.
(CAT 1 á 8 leiki og CAT 4 á ÍSLAND-Finnland)
Grænt svæði 301 og 318 á ÍSLAND-Finnland + fjólublátt svæði 106-111 á öllum öðrum leikjum ÍSLANDS sem og fjórum öðrum eða samtals 8 leikjum.
Mynd 1: Höllin og svæðisskipting á FINNLAND-ÍSLAND.
Mynd 2: Höllin og svæðisskipting á hina leikina átta (8).
Leikdagar:
Það skýrist endanlega 22. nóvember þegar dregið verður hvenær riðlillinn í Finnlandi hefst. Tveir riðlar (A og B) fara fram 31. ágúst-6. september og tveir riðlar (C og D) fara fram 1. september-7. september.
Sjá mynd af leikjaplani allra riðlanna hér fyrir neðan:
Tímasetningar:
Líklegir leiktímar eru 14:00, 16:45 og 20:00 þar sem Finnar leika alltaf kl. 20:00.
Svæði og sætaskipan:
Ísland, sem meðskipuleggjandi, hefur verið tryggður ákveðinn fjöldi sæta í besta sætaflokki (Category 1) á alla leiki Íslands nema gegn Finnlandi þar sem setið verður í Category 2. Það þýðir að á alla leiki nema FIN-ISL verða Íslendingar á besta stað í Höllinni (8 leikir).
Hótel og flug:
KKÍ hefur hafið undirbúning í samstarfi við íslenskar og finnskar ferðaskrifstofur um smíði á pökkum með flugi og gistingu fyrir EM. Þeir verða kynntir fljótlega en ferðaskrifstofurnar hafa tryggt góð verð í flug og gistingu fyrir íslenska aðdáendur.
Aðdáendasvæði og uppákomur:
Ísland í samstarfi við Finna mun setja upp skemmtilegt svæði fyrir stuðningsmenn í miðbæ Helsinki (Fan-Zone) þar sem ýmislegt verður í boði svo sem varningur, matur og drykkur og uppákomur, allt til að auka upplifunina og stemmninguna á EM.
Landsleikur í knattspyrnu 2. september · Finnland-Ísland í undankeppni HM:
KKÍ, finnska sambandið í samvinnu við knattspyrnusambönd landanna hafa hafið undirbúning fyrir að haga uppsetning þannig að hægt verði að sjá tvo landsleiki þennan dag, fyrst í körfunni og svo um kvöldið í fótboltanum og þá ef hægt verður, að skipuleggja lestarferð milli leikvanga. Málið skýrist nánar eftir 22. nóvember þegar dregið verður í riðla og töfluröð.