ÍR hefur framlengt samninga sína við Benediktu Fjóludóttur og Þórdísi Rún Hjörleifsdóttur fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.
Bene er að upplagi úr ÍR og hefur verið að leika með yngri flokkum félagsins, en hún tók sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins á síðustu leiktíð. Þórdís er einn af reyndari leikmönnum liðsins og var hún fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð.