Erla í leik með b liði Keflvíkinga
Kvennalið Keflavíkur heldur áfram að styrkja sig en nú hefur fyrrum landsliðskonan Erla Reynisdóttir bæst í hóp liðsins. Erla hefur á ferli sínum unnið til þó nokkura titla með liði Keflavíkur og spilaði síðast tímabilið 2004-2005 með liði Grindvíkinga, en það er eina árið sem hún hefur spilað hérlendis utan Keflavíkur.
„Ég spilaði einn leik með b liði Keflavíkur í Borganesi um daginn og hafði nokkuð gaman af því. Í kjölfarið hafði Jonni þjálfari samband við mig spurði hvort ég vildi ekki taka sprettinn núna í úrslitakeppninni og ég sló bara til. Ég er svo sem ekkert að fara að gera neina töfra hluti fyrir liðið, hópurinn var sterkur áður en ég kom og ef ég get aðstoðað eitthvað þá er skorast ég ekki undan því.“ Sagði Erla í samtali við MBL.is Það er því nokkuð ljóst að metnaður Keflvíkinga í kvenna körfunni er enn sá sami og verður öllu tjaldað til að verja Íslandmeistaratignina.