spot_img
HomeFréttirErla Reynis: Þetta eru lang skemmtilegustu leikirnir

Erla Reynis: Þetta eru lang skemmtilegustu leikirnir

Erla í leik með KefErla Reynisdóttir vann þá nokkra bikartitlana á sínum ferli. Hún náði einnig að koma Grindavíkurliðinu í höllina á síðasta tímabili feril síns, en þá beið hún lægri hlut gegn Haukum og var það eina skiptið sem Erla tapaði í Höllinni. Það má því segja að Erla þekki fjalir Laugardalshallar nokkuð vel. Í samtali við Karfan.is sagðist Erla muna vel eftir sínum síðasta titli í höllinni.

"Já hvort ég man … við unnum mjög svo dramatískan sigur á KR 2004. Þetta var svona ekta bikarleikur fyrir Keflavík. Spiluðum illa og voru undir mest allan leikinn en tókst svo að vinna með 3 stigum."

En kitlar þig ekkert í puttana þegar þú sérð þitt gamla lið komið í úrslit ?

"Jú manni kítlar smá í puttana fyrir svona leiki, þetta eru langskemmtulegustu leikirnir, aðdragandinn að leiknum er svo skemmtilegur, spennan og allt sem fylgir því að stíga inn á parketið í Laugardalshöllinni er geggjuð. Er hægt að fá að spila bara bikarúrslitaleiki !!"

En spá Erlu fyrir laugardaginn er sem hér segir:

Kef 68 – Haukar 65
Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur eins og leikirnir milli þessara liða hafa verið í vetur. En ég trúi því að ef Keflavíkurstelpur nái að halda Helenu niðri taki þær þennan leik.  Það er orðið langt síðan á "Keflvískummælikvarða" að bikar kom í hús hjá stelpunum og ég held að hungrið eigi eftir að koma þeim langt í þessum leik. Watson á eftir að stjórna leik Keflavíkur með harðri hendi og þær taka þetta með 3 stigum!!! Áfram Keflavík
ÍR 84 – Hamar/Selfoss 78
Mér finnst ÍR líklegri til að vinna þennan leik, búnir að vera spila vel undanfarið en það sama má segja um Hamar.  Hamar hefur verið sýnt það að heimavöllur þeirra er mjög sterkur en þar sem þeir eru ekki á heimavelli í þessum leik þá tel ég að ÍR muni taka þennan leik. Ég vonast bara eftir spennandi og skemmtilegum leik!
Fréttir
- Auglýsing -