Erica Prosser er mætt í vesturbæinn og búin að gera 5 stig í hálfleik í viðureign KR og Vals. KR-ingar hafa látið Reyana Colson fara frá liðinu.
Prosser þessi er örugg á boltann og hefur stýrt KR-liðinu vel í fyrri hálfleik og mun vafalítið nýtast toppliðinu vel í vetur.
Ari Gunnarsson hlýtur að hafa haft góða og gilda ástæðu til að láta Colson fara frá liðinu eftir fjóra sigurleiki í deildinni þar sem Colson var með 23,5 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik.
Mynd/ Erica Prosser í leiknum gegn Val sem nú stendur yfir.