Þór tók á móti Stjörnunni í naglbít í Icelandic Glacial Höllinni og eftir framlengingu vann Þór, 94-91.
Þar með komst Þór uppí 7. sætið en þar sem Tindastóll tapaði í kvöld á móti Álftanes, er engin breyting í efstu sætunum. Þar eru Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum, en Stólarnir sæti ofar vegna innbyrðisstöðu.
Karfan spjallaði við Baldur Þór Ragnarsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik í Þorlákshöfn.