Fjórði undanúrslitaleikur Vals og Hauka var leikinn í kvöld. Staðan fyrir þennan leik er 2-1, sem þýðir að ef Valskonur vinna leikinn, þá eru þær komnar í úrslitaeinvígi við Keflavík. Fyrir Haukakonum þá er bara sigur sem kemur til greina. Leikurinn endaði á góðum sigri Haukakvenna 70-80 og knúðu því oddaleik á sínum heimavelli á sunnudaginn n.k.

Karfan spjallaði við Ólaf Jónas Sigurðsson þjálfara Vals eftir leik í Origo Höllinni.