spot_img
HomeFréttirErfitt að fara annað en í Njarðvík

Erfitt að fara annað en í Njarðvík

 

Kristinn Pálsson sem leikið hefur með Marist háskólanum síðustu þrjú tímabil er á leiðinni heim til Íslands og mun að öllum líkindum ganga til liðs við uppeldisfélags síns Njarðvík.  Þetta staðfesti Kristinn í samtali við Karfan.is  "Það yrði mjög erfitt fyrir mig að neita Njarðvík." sagði Kristinn.  

 

Kristinn er sem fyrr segir uppalinn Njarðvíkingur en þrátt fyrir að vera einn af efnilegustu leikmönnum landsins þá hefur hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik fyrir félagið.  Áður en Kristinn fór til Marist hafði hann dvalið tvö ár hjá Stella Azzura á Ítalíu við góðan orðstýr, en þar reka Ítalir eitt sterkasta unglinga prógram Evrópu. Þar spilaði Kristinn meðal annars í úrslitum Euroleague fyrir yngri leikmenn gegn liðum á borð við Real Madrid.  En hversvegna er Kristinn á leiðinni heim?
 

"Ástæða þess að ég hef ákveðið að koma heim núna er af ýmsum toga. Helst ber þó að nefna að það hefur verið þungt yfir mér núna síðastliðna mánuði og vegur þar þyngstt fráfall ömmu minnar en við vorum mjög náin.  Af öðru þá hafa tækifærum mínum snarlega minnkað hjá liðinu hérna úti og það skeytir engu hvort maður sé að spila vel eða illa. Hægt en örygglega hefur hlutverk mitt í liðinu minnkað.  En aftur að aðal ástæðunni og það er erfitt skref en nauðsynlegt að koma sálinni á réttan stað og vera í faðmi fjölskyldu minnar og þeim sem ég elska mest." sagði Kristinn.

 

Kristinn sem fyrr segir Njarðvíkingur í gegn og ef tekið er mið af orðum hans þá þykir ansi líklegt að hann komi til með að fara til Njarðvíkinga og styrkja þann hóp. ."Persónulega finnst mér afar erfitt að spila fyrir annað lið á Íslandi en Njarðvík. Það er hægt að skoða ýmislegt en Njarðvík verður alltaf minn fyrsti kostur." sagði þessi ungi leikmaður. 

 

Kristinn var viðloðandi A-landsliðið á árinu þó hann hafi ekki farið með liðinu á EM í Helsinki.  

Fréttir
- Auglýsing -