Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Podogorica í Svartfjallalandi.
Fimm lið erun með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni.
Í dag tapaði liðið sínum þriðja leik á mótinu gegn Grikklandi, 39-81.
Segja má að íslenska liðið hafi verið að elta allan leikinn í dag. Strax eftir fyrsta leikhluta var forysta Grikklands orðin 9 stig, 11-20. Grikkland bætti svo við forskotið undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 18-32.
Úr því svosem ekki ógerlegt fyrir íslenska liðið að vinna sig aftur inn í leikinn þar sem að munurinn var aðeins 14 stig. Grikkland mætti þó miklu betur inn í seinni hálfleikinn og eru komnar 38 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 21-59. Í honum gera þær svo það sem þurfti til að sigla nokkuð öruggum 42 stiga sigri í höfn, 39-81.
Thea Jónsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag, skilaði 8 stigum og 6 fráköstum á rúmum 22 mínútum spiluðum.
Næst leikur liðið kl. 16:15 á mánudag gegn Bretlandi, en sá leikur verður í beinni útsendingu hér.
Upptaka af leiknum: