Undir 16 ára lið drengja tapaði 76-99 fyrir heimamönnum í Búlgaríu fyrr í dag á Evrópumótinu. Íslenska liðið því komið með einn sigurleik en tvo tapleiki á mótinu.
Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik leiksins. Ísland þó skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum, 18-14. Annar leikhlutinn svo jafn upp á stig, 29-29. Fór Ísland því með 4. stiga forystu sína inn í hálfleikinn, 47-43. Í seinni hálfleiknum voru heimamenn svo betri. Sigruðu 3. leikhlutann 16-23. Ísland því 3 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 63-66. Í honum gekk svo lítið sem ekkert upp hjá þeim. Tapa 4. leikhlutanum með 20 stigum, 13-33. Leikurinn endaði því með sigri heimamanna í Búlgaríu, 76-99.
Atkvæðamestur fyrir Ísland var Hilmar Henningsson, en hann skoraði 21 stig, tók 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 4 boltum í leiknum.
Næst leikur Ísland við Belgíu á mánudaginn.