spot_img
HomeFréttirErfiður fyrsti leikhluti Íslandi að falli í Södertalje

Erfiður fyrsti leikhluti Íslandi að falli í Södertalje

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap gegn heimamönnum í Svíþjóð á Norðurlandamótinu í Södertalje, 76-83. Íslenska liðið því enn í leit að fyrsta sigrinum eftir fyrstu þjá leikina, en á föstudag mæta þeir Finnlandi.

Fyrir leik

Fyrir leik dagsins hafði íslenska liðið tapað báðum leikjum sínum gegn Eistlandi og Danmörku. Töpin þó ekkert hræðileg og með smá heppni hefði liðið auðveldlega geta verið með tvo sigra en ekki tvö töp það sem af var.

Í byrjunarliði Íslands í dag voru Viktor Jónas Lúðvíksson, Birgir Leó Halldórsson, Ásmundur Múli Ármannson, Birkir Hrafn Eyþórsson og Frosti Valgarðsson.

Gangur leiks

Íslenska liðið fór illa að ráði sínu á upphafsmínútum leiksins. Lítið flæði var í sóknarleik liðsins og þá var vararleikur þeirra alls ekki nógu þéttur. Gáfu Svíþjóð auðvelda körfu á eftir auðveldri körfu og voru 13 stigum undir að fyrsta fjórðung loknum, 11-24. Ísland mætir með nokkuð meiri áræðni inn í annan leikhlutann, ná aðeins að vinna á forskoti heimamanna og koma því minnst niður í 6 stig. Því svarar Svíþjóð ágætlega, en Ísland nær þó að hanga í þeim út hálfleikinn og er munurinn 8 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-42.

Stigahæstir í fyrri hálfleiknum voru Birgir Leó Halldórsson með 9 stig og Kristófer Breki Björgvinsson var með 6 stig.

Íslenska liðið mætir ágætlega til leiks inn í seinni hálfleikinn. Mun betur en þann fyrri þar sem þeir gerðu betur í að ýta heimamönnum útúr því sem þeir voru að gera sóknarlega og þá komust þeir betur af stað á sóknarhelmingi vallarins. Ná þó lítið að vinna á forksotinu og í hvert skipti sem Ísland fer innfyrir tíu stigin ná þeir að keyra á þá og koma sér aftur í þægilega forystu. Sænska liðið virðist nánast alltaf ná að skora eftir að Ísland tapar boltanum. Munurinn 15 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-69.

Svíþjóð er áfram með góð tök á leiknum inn í fjórða leikhlutann. Forskot þeirra 12 stig þegar fjórðungurinn er hálfnaður, 63-75. Þetta forskot ná þær svo að halda í þrátt fyrir álitleg áhlaup íslenska liðsins. Niðurstaðan að lokum 7 stiga tap, 76-83.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag var Viktor Jónas Lúðvíksson með 14 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Lars Erik Bragason með 8 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar.

Kjarninn

Því miður virðist leiðrstef þessa annars spræka íslenska liðs vera að byrja leikina illa, mun hægar en andstæðingurinn. Gegn Eistlandi í fyrsta leik, aftur gegn Danmörku í gær og svo í dag gegn Svíþjóð. Mega þó eiga það að vinna sig vel inn í leikina eftir fyrsta leikhluta. Eru alltsaman leikir sem þeir geta, en hafa ekki unnið. Því miður.

Hvað svo?

Drengirnir eiga ekki leik á morgun, en komandi föstudag kl. 13:15 mæta þeir sterku liði Finnlands.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -