spot_img
HomeFréttirErfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Skopje

Erfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Skopje

Undir 16 ára lið drengja mátti þola tap í dag gegn Lúxemborg á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu.

Íslenska liðið hóf leik dagsins betur og leiddi með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta. Undir lok fyrri hálfleiks nær Lúxemborg þó að jafna leikinn og er staðan jöfn þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik. Ísland er svo með góð tök á leiknum í byrjun seinni hálfleiksins, en eru þó bara þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða nær Lúxemborg að snúa taflinu sér í vil. Skapa sér nauma forystu og hanga á henni út leikinn. Niðurstaðan að lokum sjö stiga ósigur, 80-87.

Jakob Leifsson var atkvæðamestur fyrir Ísland í dag með 22 stig, 5 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Honum næstur var Patrik Birmingham með 19 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Lokaleikur Íslands í riðlakeppni mótsins er á morgun þriðjudag kl. 16:30 gegn Hollandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -