spot_img
HomeFréttirErfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli

Erfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli

 

Undir 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrr í dag fyrir Kýpur í B-deild Evrópumótsins, 60-42. Liðið því með 1 sigurleik og 3 tapleiki það sem af er móti.

 

Íslenska liðið var seint í gang í leik dagsins. Töpuðu fyrsta leikhlutanum með 7 stigum, 20-13. Undir lok fyrri hálfleiksins náðu þær þó að rétta hlut sinn eilítið, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta Kýpur aðeins 4 stig, 29-25.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Ísland svo vel í að hleypa þeim ekki langt á undan, en forysta Kýpur var aftur komin í 7 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru þær svo einfaldlega númeri of stórar. Eftir afleitan fjórða leikhluta þurfti Ísland að sætta sig við 18 stiga tap, 60-42.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 15 stig og tók 9 fráköst á þeim 33 mínútum sem hún spilaði.

 

 

Íslenska liðið mætir Finnlandi á morgun kl. 11:30, en þær hafa til þessa unnið alla leiki sína á mótinu.

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

 

Fréttir
- Auglýsing -