Grindavík lagði nýliða Stjörnunnar í kvöld í Smáranum í Subway deild kvenna, 94-78.
Eftir leikinn er Grindavík í 3. sæti A deildarinnar með 26 stig á meðan að Stjarnan er í 5. sætinu með 20 stig.
Leikurinn var nokkuð jafn á upphafsmínútunum, en eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 18-18. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Grindavík svo góðum tökum á leiknum, vinna annan leikhlutann með 15 stigum, 27-12 og eru því 15 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 45-30
Í upphafi seinni hálfleiks ná heimakonur að halda í forskot sitt og eru enn 14 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 67-53. Í þeim fjórða gera þær svo nóg til að vinna að lokum nokkuð örugglega, 94-78.
Atkvæðamest fyrir heimakonur í Grindavík í leiknum var Eve Braslis með 26 stig, 15 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir Stjörnuna var það Kolbrún María Ármannsdóttir sem dró vagninn með 32 stigum og 7 fráköstum.
Viðtöl birt upphaflega á Víkurfréttum.