Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oridea í Rúmeníu. Í dag tapaði liðið sínum fyrsta leik á mótinu fyrir Bosníu með 27 stigum, 57-84.
Íslenska liðið fór ágætlega af stað í leik dagsins, voru þó skrefinu fyrir aftan eftir fyrsta leikhluta, 6 stigum undir, 17-23. Undir lok fyrri hálfleiksins gera þeir svo vel í að halda sér inni í leiknum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þeir aðeins 3 stigum undir, 36-39.
Bosnía mætti svo mun betur til leiks í seinni hálfleiknum. Gerðu í raun nánast útum leikinn í þriðja leikhlutanum. Sigruðu hann með 15 stigum, 12-27 og voru því með 18 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 48- 66. Í honum gerði Bosnía svo það sem þurfti til þess að sigla nokkuð öruggum 27 stiga sigri í hús, 57-84.
Júlíus Orri Ágústsson var atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum. Á tæpum 18 mínútum spiluðum skoraði hann 7 stig, tók 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum.
Næsti leikur liðsins er kl. 17:45 á morgun gegn Tékklandi.