spot_img
HomeBikarkeppniEr Valur ekki örugglega að fara að ná í fyrsta bikarinn? "Það...

Er Valur ekki örugglega að fara að ná í fyrsta bikarinn? “Það eru allir tilbúnir hjá okkur”

Undanúrslit Geysisbikars kvenna fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Næst er lið Vals sem mætir Snæfelli í undanúrslitum kl. 20:15 í kvöld.

 

Valur

Valur er kominn í höllina í bikarnum í annað skiptið í sögu félagsins. Árið 2013 tapaði félagið fyrir Keflavík í úrslitaleik, 60-68. Fyrir 2013 hafði liðið í tvö önnur skipti komist í undanúrslit líkt og nú, 1995 og 2009, en í bæði skiptin var það Keflavík sem sló þær út.

Miðað við sögu liðsins í bikarnum, þar sem að alltaf þegar þær hafa komist nálægt titlinum, hafi Keflavík selgið þær út, er nokkuð ljóðrænt að í 8 liða úrslitum þessa árs hafi þær snúið þeirri þróun við og sjálfar slegið bikarmeistara síðustu tveggja ára, Keflavík, úr leik.

Sem stendur er liðið í 3. sæti Dominos deildarinnar, tveimur stigum fyrir aftan bæði KR og Keflavík sem eru með jafnmörg stig í efsta sæti deildarinnar. Sú staða þó að einhverju leyti villandi fyrir hverskonar gæði eru í Valsliðinu í dag. Eftir erfiða byrjun á vetrinum fyrir áramót fór liðið í gegnum breytingar. Skipt var um erlenda leikmenn og þá samdi liðið einnig við Helenu Sverrisdóttur, sem var að koma heim úr atvinnumennsku. Síðan þá hafa þær verið óstöðvandi, sigrað síðustu 10 leiki sína í deild í röð og komnar í undanúrslit bikarkeppninnar.

Undanúrslitaviðureign: Gegn Snæfelli miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:15

Síðasti leikur þessara liða í deild: Valur 78-70 Snæfell – 5. janúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 71-89 sigur á Keflavík

Viðureign í 16 liða úrslitum: 20-0 sigur á Hamri

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: Aldrei

 

Fylgist með: Helenu Sverrisdóttur

Einn besti körfuknattleiksleikmaður sem að Island hefur alið verður á stóra sviðinu í kvöld. Frábært bæði fyrir stuðningsmenn Vals, sem og alla aðra að fá að fylgjast með henni leika listir sínar á vellinum. Verið stórkostleg síðan hún kom til Vals fyrr í vetur, skilað 21 stigi, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti

 

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -