spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEr Þór með það sem þarf til að fara alla leið? "Ætlum...

Er Þór með það sem þarf til að fara alla leið? “Ætlum okkur að vinna þessa seríu”

Úrslitakeppni Dominos deildar karla hófst í gærkvöldi tveimur leikjum. Í kvöld fara svo hin tvö einvígi 8 liða úrslitanna af stað. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Röðin er komin að Þór sem mætir Tindastól í fyrstu umferð.

Þór endaði í sjötta sæti deildarkeppninnar, rétt fyrir ofan 50%, með 12 sigurleiki úr 22 leikjum. Liðinu alls ekki spáð þeirri velgengni fyrir tímabilið og er það án nokkurs vafa það lið sem gerði best miðað við það sem haldið var fyrir tímabilið.

Liðin skiptu með sér leikjum vetrarins. Tindastóll vann leikinn fyrir norðan nokkuð stórt fyrir áramót. Þór vann svo seinni leikinn heima í Þorlákshöfn með átta stigum þann 6. janúar síðastliðinn.

Hafa sýnt það í vetur að á góðum degi geta þeir unnið bestu lið deildarinnar. Með jafnvægi gríðarlegra sterkra erlendra leikmanna í Nik Tomsick, Kinu Rochford og Jak Brodnik og hæfileikaríkan hóp íslenskra leikmanna í Halldóri Garðari Hermannssyni, Ragnari Erni Bragasyni, Davíði Arnari Ágússsyni og Emil Karel Einarssyni.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 22. mars: Tindastóll Þór – Síkið
Leikur 2 – 25. mars: Þór Tindastóll – Icelandic Glacial Höllin
Leikur 3 – 28. mars: Tindastóll Þór – Síkið
Leikur 4 – 30. mars: Þór Tindastóll – Icelandic Glacial Höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 1. apríl: Tindastóll Þór – Síkið (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Þórsarana Baldur Ragnarsson og Halldór Hermannsson er að finna hér fyrir neðan:

Fréttir
- Auglýsing -