spot_img
HomeFréttirEr samningslaus og skoða allt

Er samningslaus og skoða allt

 

Ólafur Ólafsson framherjinn sterki úr Grindavík er þessa dagana að gera sig tilbúinn til þess að gera harða atlögu að sæti í landsliðið Íslands fyrir komandi stórverkefni.  "Jú ég er að æfa núna þessi misseri með Gunnari Einarssyni og er svo að byrja aðeins með honum Helga Jónasi líka.  Ég ætla að vera í fanta formi þegar æfingar hefjast hjá landsliðinu. Ég væri ekkert að mæta á æfingar ef ég héldi að landsliðið gæti ekki notað mig. En til að komast í liðið þarf ég að vera í toppstandi og einbeittur að verkefninu og ef ég næ því tel ég eiga fullt erindi í liðið." sagði Ólafur í samtali við Karfan.is

 

Ólafur og uppeldisklúbbur hans áttu frábæru gengi að fagna frá síðasta tímabili og fór liði öllum að óvörum í úrslit gegn meisturum KR þar sem þeir þurftu hinsvegar að lúta í parket eftir frábæra seríu. "Tímabilið núna sem leið var náttúrulega frábært hjá okkur og það er auðvitað spennandi að halda áfram og reyna við atlögu að titlinum aftur. En sem stendur er ég samningslaus og það er áhugi frá liðum þar sem Grindavík er að sjálfsögðu eitt af þeim. Stefnan er auðvitað alltaf að komast í atvinnumennsku erlendis en opin fyrir öllu og skoða allt sem kemur á borðið." sagði Ólafur og bætti við. "Auðvitað er ekkert auðvelta að segja Nei við Grindavík en ég ætla að hafa þetta opið og skoða allt." 

Fréttir
- Auglýsing -