spot_img
HomeFréttirEr Kevin Garnett að hætta?

Er Kevin Garnett að hætta?

 

Forráðamenn NBA liðsins Minnesota Timberwolves og leikmaðurinn Kevin Garnett eru sagðir vera í viðræðum um að samningur hans verði keyptur upp. Það myndi þýða það að leikmaðurinn yrði samningslaus fyrir næsta tímabil og samkvæmt heimildum myndi þessi fyrrum verðmætasti leikmaður deildarinnar þá leggja skóna á hilluna.

 

Garnett var upphaflega valinn af Minnesota í nýliðavalinu 1995. Þar spilaði hann svo þangað til árið 2007, en þá fór hann til Boston Celtics og svo þaðan til Brooklyn Nets árið 2013. Á miðju tímabili 2014-2015 skipti hann svo aftur yfir til Minnesota þar sem að hann hefur verið síðan. Hann hefur þó aðeins leikið 42 leiki fyrir liðið síðan þá sökum þrálátra hnémeiðsla og er það talin ástæða þess að liðið vill losna við 8 miljóna $ samning hans af bókunum fyrir næsta tímabil.

 

Þó kappinn hafi skilað aðeins 3 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik í fyrr verður ferill hans í heildina að teljast merkilegur. Í 15 skipti var hann valinn í stjörnulið, í 9 skipti í úrvalsliði deildarinnar (4x fyrsta, 3x öðru, 2x þriðja), í 9 skipti í varnarliðsúrvali, varð meistari í 1 skipti (2008), valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (2004) sem og besti varnarmaður deildarinnar (2008) svo eitthvað sé nefnt.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -