spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEr ellefu ára bið Keflvíkinga brátt á enda? "Alltaf eftirvænting fyrir úrslitakeppninni...

Er ellefu ára bið Keflvíkinga brátt á enda? “Alltaf eftirvænting fyrir úrslitakeppninni í Keflavík”

Úrslitakeppni Dominos deildar karla hófst í gærkvöldi tveimur leikjum. Í kvöld fara svo hin tvö einvígi 8 liða úrslitanna af stað. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Röðin er komin að Keflavík.

Keflavík endaði í fjórð sæti deildarkeppninnar og eru því með heimavöll í einvígi sínu gegn KR, en þeir enduðu sæti neðar, í því fimmta. Komandi inn í úrslitakeppnina var Keflavík á blússandi siglingu. Af síðustu 7 leikjum sínum í deildinni fyrir úrslitakeppnina, unnu þeir sex.

Þeim allra síðasta í deildarkeppninni töpuðu þeir stórt fyrir Tindastól norðan heiða. Nokkuð óvænt tap, bæði fyrir þær sakir hversu afgerandi það var, sem og vegna þess hversu ráðlausir og hreinlega, fámennir, Keflvíkingar litu út fyrir að vera í leiknum.

Leikir Keflavíkur gegn KR í vetur hafa verið hin besta skemmtun. Báðir réðust þeir á síðustu mínútu leiksins, þar sem Keflavík sigraði á Sunnubrautinni, en KR í Vesturbænum. Þessi lið mættust síðast í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum. Þar fór KR með sigur af hólmi í 8 liða úrslitum, 3-1, áður en þeir fóru síðan alla leið og urðu meistarar.

Pressan er mikil á Keflvíkingum þetta árið. Þrátt fyrir mikið af meiðslum í vetur, er liðið gríðarlega vel mannað og þó svo að liðið hafi endað í fjórða sætinu, þá endaði það aðeins tveimur sigurleikjum frá efsta sætinu. Því væri hæglega hægt að gera þeim skóna að gera alvöru atlögu að þeim stóra í vor.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 22. mars: Keflavík KR – Blue Höllin
Leikur 2 – 25. mars: KR Keflavík – DHL Höllin
Leikur 3 – 28. mars: Keflavík KR – Blue Höllin
Leikur 4 – 30. mars: KR Keflavík – DHL Höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 1. apríl: Keflavík KR – Blue Höllin (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Keflvíkingana Hörð Axel Vilhjálmsson og Sverri Þór Sverrisson er að finna hér fyrir neðan:

Fréttir
- Auglýsing -