spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaEnn taplausar eftir að hafa lagt Fjölni í Laugardalshöllinni

Enn taplausar eftir að hafa lagt Fjölni í Laugardalshöllinni

Ármann vann góðan sigur í kvöld á Fjölni í 1. deild kvenna.

Þær hafa því unnið þrjá fyrstu leiki sína örugglega og eru í efsta sæti deildarinnar.

Hérna eru önnur úrslit kvöldsins

Alarie Mayze var stórkostleg í fyrri hálfleik. Hún hitti úr hverju skotinu á eftir öðru og liðsfélagar hennar voru duglegar að finna hana. Alarie var með 26 stig í hálfleik og endaði leikinn með 36 stig og 12 fráköst.

Jónína Þórdís var dugleg að finna liðsfélaga sína og endaði með þrennu í leiknum. 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. 

Jóní

Í fyrri hálfleik náði ungt lið Fjölnis að halda ágætlega í við Ármann. Brazil, erlendur leikmaður Fjölnis dró vagninn en fékk góða hjálp frá ungum og efnilegum stúlkum í Fjölnisliðinu. Það var ekki fyrr en um miðjan 2. leikhluta sem Ármann náði að síga framúr og þær fóru inn í hálfleikinn með þægilegt forskot.

Hulda

Seinni hálfleikurinn var lítið spennandi en bæði lið léku þó af krafti og héldu áfram allan leikinn þó munurinn væri töluverður.

Lokatölur voru 98-65.

dagný á brynju

Í lok leiks var gaman að sjá ungar stelpur hjá Ármanni fá að spreyta sig gegn ungu liði Fjölnis. Ljóst að hjá báðum liðum eru mjög efnilegar stelpur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Staðan í 1. deild kvenna

Fréttir
- Auglýsing -