Gengi Lakers virðist ekkert ætla að batna og í nótt lutu þeir í grasi gegn Utah Jazz á heimavelli sínum. 117:110 lokastaða leiksins fyrir Utah og meira segja Jack Nicolson leikari virðist vera að gefast upp á liðinu sínu. Kobe setti 34 stig og enn virðist það vera helsta umræðuefnið að þegar Kobe skorar yfir 30 stig þá tapi liðið. En gæti það hugsanlega verið varnarleikurinn sem að vefjast fyrir liðinu. 106 stig fengin á sig í síðustu 5 tap leikjum gæti hugsanlega verið eitthvað sem mætti rýna betur í.
Paul Millsap með 24 fyrir Jazz og Mo Williams bætti við 22 stigum og 9 stoðum.
Nokkrum klukkustundum áður í sömu höllinni var það hitt liðið í Los Angeles borg sem virðast vera sjóð heitir þessa dagana að rúlla yfir Toronto. 5 sigrar í röð og Toronto Raptors urðu fyrir Clippers-lestinni í nótt. Með Blake Griffin meira og minna uppá 5. hæð megnið af leiknum áttu Kanadamenn lítil svör gegn góðum leik Clippers og töpuðu 102:83. Blake með 19 stig og nokkrar sem fyrr segir ofar skýjum. Demar Derozan atkvæðamestur hjá Raptors með 24 stig.
SUNDAY, DECEMBER 9, 2012
FINAL
3:30 PM ET
TOR
83
LAC
102
21 | 26 | 26 | 10 |
|
|
|
|
25 | 19 | 33 | 25 |
83 |
102 |
TOR | LAC | |||
---|---|---|---|---|
P | DeRozan | 24 | Griffin | 19 |
R | Johnson | 12 | Jordan | 10 |
A | Lowry | 9 | Bledsoe | 6 |
Game Stat | FG% | 3P% | FT% | REB |
Fréttir |
---|