Valladolid virðast ekki ríða feitum hesti þessa dagana í ACB deildinni. Í dag töpuðu þeir gegn liði Laboral Kutxa nokkuð stórt eða 58:87. Hörður okkar Vilhjálmsson spilaði 22 mínútur fyrir Valladolid og skoraði á þeim tíma 4 stig og gaf eina stoðsendingu. Valladolid virðist aldrei hafa átt möguleika í þessum leik þar sem að Laboral tóku alla fjórðunga leiksins nokkuð auðveldlega.
Hörður gerði sín fjögur stig á 22 mínútum og var einnig með tvö fráköst og eina stoðsendingu.