Barcelona og Valenica eru einu taplausu liðin eftir í ACB deildinni á Spáni eftir 5 umferðir. Heil umferð fór fram um helgina og fyrir framan 8500 stuðningsmenn sigruðu lið Valencia lið Laboral Kutxa, 85:78 eftir að hafa leitt leikinn í hálfleik með 7 stigum. Jón Arnór kom virkilega sterkur af bekknum og setti 12 stig á 12 mínútum, sendi eina stoðseningu og tók 2 fráköst.
Virkilega stekur sigur hjá Valencia gegn Laboral sem er eitt af fjórum liðum frá Spáni sem spilar í Euroleague og hafði fyrir þennan leik ekki tapað í deildinni. Næsti leikur hjá Valencia í deildinni er gegn liði Bilbao sem hafa sigrað 3 leiki og tapað 2.