8:00
{mosimage}
Bandaríkjamenn unnu enn einn stórsigurin á Ameríkumótinu í nótt þegar þeir sigruðu nágranna sína frá Kanada 113-63. Enn einn leikinn var Carmelo Anthony stigahæstur með 25 stig en næstur honum kom Michael Redd með 19 stig. Fyrir Kanada skoraði Olumuyiwa Famutimi mest eða 17 stig.
Argentína og Brasilía eru einnig enn taplaus eftir nóttina en Argentínumenn sigruðu Mexíkó 104-83 þar sem Carlos Delfino leikmaður Detroit skoraði mest fyrir Ólympíumeistarana eða 20 stig. Romel Beck Castro skoraði mest fyrir Mexíkó, 24 stig.
Brasilímenn unnu Virginíueyjar 93-89 og var Phoenixleikmaðurinn Leandrinho Barbosa í miklu stuði og skoraði 36 stig fyrir Brasilíumenn og er nú stigahæstur í mótinu með 27 stig að meðaltali í leik. Fyrir Virgínueyjar skoraði Cuthbert Victor leikmaður Zaragoza á Spáni mest, 25 stig.
Fjórði leikurinn í gær var svo leikur Uruguay og Puerto Rico sem fór 82-79 fyrir Uruguay. Esteban Batista leikmaður Atlanta Hawks fór mikinn fyrir Uruguay og skoraði 34 stig og tók 15 fráköst. Jose Barea sem leikur með Dallas skoraði mest Puerto Ricomanna eða 18 stig.