Ísland tapaði með minnsta mun mögulegum fyrir heimamönnum í Tyrklandi í undankeppni EuroBasket 2025 í gærkvöldi, 76-75. Frammistaða leikmanna íslenska liðsins var að mestu leyti frábær, en fimm þeirra settu yfir 10 stig í leiknum.
Líkt og svo oft áður á síðustu árum var það þó frammistaða miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar sem stóð uppúr, en á tæpum 36 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi 12 stigum, 10 fráköstum, stoðsendingu og 3 vörðum skotum. Þá var hann nokkuð skilvirkur, með 60% skotnýtingu, enga tapaða bolta og 22 framlagsstig fyrir frammistöðuna.
Fyrir hvern leikdag tilnefndir FIBA fimm frammistöður sem þær bestu. Leikur Tryggva í gær er ein þeirra fyrir þennan annan leikdag undankeppni EuroBasket 2025, en hægt er að kjósa á vefsvæði FIBA hér fyrir neðan.
Hérna er hægt að kjósa Tryggva