spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEngar tilslakanir á reglum samkvæmt sóttvarnalæknir

Engar tilslakanir á reglum samkvæmt sóttvarnalæknir

Nú rétt í þessu lauk upplýsingafundi almannavarna og landlæknis þar sem til umræðu voru tilslakanir á þeim sóttvarnareglum sem settar voru fyrir tíu dögum, en þær eiga að renna út komandi mánudag 19. október.

Tilkynnt hafði verið að sóttvarnarlæknir myndi senda frá sér minnisblað til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að því hvaða reglur myndu taka við þegar þær aðgerðir sem farið var í renna út komandi mánudag.

Vildi sóttvarnarlæknir lítið tjá sig um þær aðgerðir sem hann leggði til í minnisblaðinu, en tók þó fram í nokkur skipti á fundinum að hann sæji ekki tilefni til þess að slaka á þeim að svo stöddu þar sem að Covid-19 faraldurinn væri ennþá í vexti.

Nokkuð öruggt verður því að þykja að um einhverja framlengingu takmarkana verður að ræða komandi mánudag, en það mun ekki koma í ljós fyrr en að bæði minnisblað sóttvarnalæknis verður gefið út og heilbrigðisráðherra birtir í kjölfarið auglýsingu sína.

Fréttir
- Auglýsing -