spot_img
HomeFréttirEndurtekið efni hjá Blazers ?

Endurtekið efni hjá Blazers ?

18:00

 Nú þegar í ljós er komið að Greg Oden sem valin var fyrstur af Portland Trail Blazers muni ekki spila með liðinu í það minnsta fyrsta árið sitt í NBA hafa spekingar ytra viðrað það að nú séu Blazers að lenda í því sama og hér um árið þegar þeir völdu Sam Bowie (whooo ??) en áttu möguleikann á að næla í Michael nokkurn Jordan.

Nú vilja menn meina að Blazers séu jafnvel að lenda í því sama og þá nema núna þeir sitja uppi með Greg Oden meiddur allt næsta tímabil þegar Seattle Supersonics eru með í höndunum Kevin Durant sem hefur farið á kostum í undirbúnings tímabilinu og skorað um 25 stig á leik.

Sam Bowie spilaði hálfpartinn meiddur þau 5 ár sem hann dugði með 10.5 stig að meðaltali á leik. Þaðan var honum skipt til New Jersey sem hann spilaði með í 4 ár (tæp 13 stig á leik og 8 fráköst). Hann lagði skóna á hilluna árið 1995 eftir nokkuð mislukkaðann ferli miðað við að hafa verið valinn númer 2 í nýliða valinu. Flestir muna hinsvegar eftir ferli Michael Jordan (6 NBA titlar, 5 sinnum "MVP" og við gætum haldið áfram nokkrar blaðsíður)

Þannig að óneitanlega hlýtur stuðningsmönnum Blazers verða hugsað til þessarar gömlu minningar. Fyrir þeirra hönd og Greg Oden vonum við hinsvegar að pilturinn nái sér að fullu og eigi farsælann feril.

Forstjóri Trail Blazers var hinsvegar vongóður í samtali vestra ,,Þegar pilturinn kom úr aðgerðinni sagði hann við mig ,,Fyrirgefðu” svona ca 20 sinnum. Ég fann það að lóðin á herðum hans voru gífurleg og hann var niðurbrotinn við þessar fréttir. Pilturinn á eftir að ná sér og koma sterkur tilbaka”

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -