spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaEndurkomusigur Hamars/Þórs í Smáranum

Endurkomusigur Hamars/Þórs í Smáranum

Hamar/Þór hafði betur gegn heimakonum í Grindavík í Smáranum í kvöld í 13. umferð Bónus deildar kvenna, 76-80.

Eftir leikinn er Hamar/Þór í 6. til 7. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Stjarnan á meðan Grindavík er í 9.-10. sætinu með 6 stig líkt og Aþena.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn á upphafsmínútunum, en eftir fyrsta fjórðung munaði aðeins stigi á liðunum, 15-16. Undir lok fyrri hálfleiks nær Grindavík þó ágætis áhlaupi og eru þær 10 stigum yfir í hálfleik, 40-30.

Grindavík heldur svo áfram að bæta í sarpinn, ná mest 16 stiga forystu í þriðja leikhluta, en eru enn 10 stigum á undan fyrir þann fjórða, 63-53. Hægt og rólega nær Hamar/Þór að vinna niður forystuna og eru sjálfar komnar yfir um miðbygg lokaleikhlutans. Á lokamínútunum er leikurinn svo gífurlega spennandi, en Hamar/Þór heldur í nokkurra stiga forskot og sigla að lokum nokkuð sterkum fjögurra stiga sigur í höfn, 76-80.

Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Isabella Ósk Sigurðardóttir með 15 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Henni næst var Sofie Tryggedsson Preetzmann með 18 stig og 10 stoðsendingar.

Fyrir Hamar/Þór var Abby Beeman atkvæðamest með 37 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá bætti Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 15 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -