spot_img
HomeFréttirEndar versta byrjun Keflavíkur í kvöld

Endar versta byrjun Keflavíkur í kvöld

Það má með sanni segja að leiktímabilið hafi byrjað illa hjá Keflavíkurstúlkum, eftir fjórar umferðir sitja þær á botninum, enn án sigurs en liðinu var spáð þriðja sæti í árlegri spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara. Keflavík heimsækir Njarðvík í kvöld og getur með sigri komist upp fyrir nágrannana en fari svo að Njarðvík sigri má reikna með að einhversstaðar sjóði upp úr í Keflavík.
 

Ef kíkt er í sögubækurnar sést að Keflavík hefur aldrei á þeim 24 árum sem liðið hefur leikið í efstu deild kvenna byrjað svona illa, raunar hefur liðið sjaldan tapað svona mörgum leikjum á heilu tímabili. Tapleikjum liðsins hefur þó fjölgað undanfarin ár og 2006 tapaði liðið 8 leikjum en á tíunda áratug síðustu aldar tapaði liðið innan við 10 leikjum á 10 árum. Þá er Keflavíka sigursælasta kvennalið í sögu íslensk körfubolta, hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn 13 sinnum eins og KR, bikarmeistarar 11 sinnum og unnið fyrirtækjabikarinn 4 sinnum
 
Hver ástæða þessa árangurs er er ómögulegt að segja en það er ljóst að nýi vinkillinn sem Jón Halldór þjálfari liðsins talaði um að kæmi á liðið í haust er ekki eins og hann vonaði.
 
Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld en í kvöld mætast einnig Haukar og Valur annars vegar og hins vegar Grindavík og Hamar.
 
 
Mynd: karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -