Nýliðar Fjölnis í Dominos deild kvenna halda áfram að styrkja hóp sinn fyrir komandi átök.
Á dögunum samdi félagið við þær Söru Dilja Sigurðardóttur og Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur.
Sara Diljá er uppalin í Dalhúsum, hefur ásamt Fjölni einnig leikið með Snæfell, Stjörnunni og Val. Hún lék síðast með Fjölni árið 2019, en þá sleit hún krossband eftir 9 leiki með liðinu.
Emma Sóldís er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur úr KR. Hefur hún bæði verið hluti af afreksstarfi KKÍ og þeim yngri landsliðum sem hún hefur átt kost á að taka þátt í.