Í hádeginu í dag var dregið í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna.
Hér má sjá viðureignir átta liða úrslitanna, en leikið verður 18. til 20. janúar næstkomandi.
Eftir að ljóst var að Njarðvík myndi mæta Tindastóli náði Karfan tali af Emilie Hesseldal og spurði hana út í viðureignina, en hún og stöllur hennar úr Njarðvík slógu út bikarmeistara Keflavíkur í 16 liða úrslitinum.