spot_img

Emil tekur við Haukum

Emil Barja er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Emil tekur við starfinu af Ingvari Guðjónssyni, sem hafði staðfest að hann yrði ekki áfram með liðið eftir að tímabili þeirra lauk á dögunum.

Emil lék með mfl. karla hjá Haukum frá árinu 2007 til 2023 og spilaði öll sín ár með félaginu fyrir utan árið 2018-2019 þegar hann var spilaði með KR. Hann var fyrirliði öll sín ár frá 2012 og er leikjahæsti leikmaður mfl. karla hjá Haukum frá upphafi.

„Ég er spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk. Það var frábær reynsla að koma inn i þjálfarahópinn hjá mfl. kvenna í vetur með Ingvari og Sigrúnu. Stefnan í Haukum er alltaf að vera í efri hlutanum og það verður ekkert öðruvísi undir minni stjórn,“ sagði Emil Barja um nýja starfið.

„Að fá inn jafn metnaðarfullan þjálfara og Emil er heillaskref fyrir félagið okkar. Kvennaliðið okkar hefur verið eitt besta lið landsins undanfarin 20 ár og þar ætlum við að vera áfram. Ráðning Emils sem þjálfara liðsins er fyrsta skrefið í að setja saman öflugt og gott lið fyrir næsta tímabil,“ sagði Kristinn Jónasson, formaður kkd. Hauka.

Fréttir
- Auglýsing -