spot_img
HomeFréttirEmil og Margrét mikilvægust hjá Haukum

Emil og Margrét mikilvægust hjá Haukum

Lokahóf Haukamann fór fram í veislusal félagsins á föstudaginn fyrir viku og voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr í vetur verðlaunaðir. Emil Barja var valinn mikilvægasti leikmaður karlaliðsins þriðja árið í röð og Margrét Rósa Hálfdanardóttir þótti mikilvægust í kvennaliðinu.
Bestu varnarmenn liðana voru Sigurður Þór Einarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir og efnilegustu leikmenn liðanna voru þau Kári Jónsson og Sylvía Rún Hálfdanardóttir.
 
Þá fengu Auður Íris Ólafsdóttir og Kristinn Marinósson viðurkenningu fyrir mestar framfarir á árinu.

Hefð hefur verið fyrir því hjá Haukum að viðurkenna þá leikmenn sem spila sinn fyrsta leik fyrir félagið sem og ná ákveðnum leikjafjölda. Alls voru níu leikmenn úr báðum liðum sem stigu frumraun sína fyrir Haukaliðin og sex leikmenn fengu viðurkenningu fyrir ákveðin leikjafjölda.

Það voru karfan.is pennarnir Emil og KBergmann sem sáu um að koma út verðlaunum á hófinu og slóu þeir í gegn er þeir skörtuðu fagurrauðum jakkafötum með bindi merkt Haukum í stíl.

Allir verðlaunahafar og myndir

Fréttir
- Auglýsing -